Um Nordic Souvenir Iceland

Minjagripir til minninga og gjafa.

Nordic Souvenir á sér langa sögu eða allt til ársins 1939 þegar það var stofnað í Svíþjóð. Í þá daga seldi það ofin merki til ferðamanna sem stunduðu fjallamennsku. Árið 1985 keypti Peter Zollner fyrirtækið og breytti stefnu þess.

Fyrirtækið hefur frá þeim tíma einbeitt sér að hönnun og framleiðslu gæða minjagripa. Íslenska fyrirtækið, Nordic Souvenir Iceland var stofnað árið 2016. Fyrirtækið býður upp á fjölbreytt úrval minjagripa og þjónustar viðskiptavini sína með sérframleiðslu.

Vöruþróun og framboð

Nordic Souvenir Iceland vinnur í nánu sambandi við hönnuði í móðurfélaginu, sem í samvinnu leitast við að þróa nýjar og spennandi vörur í hæsta gæðaflokki. Í krafti samstarfsins og stærð móðurfélagsins getum við verið í beinu samstarfi við framleiðsluaðila og boðið viðskiptavinum okkar fjölbreytt vöruúrval á hagstæðu verði.

Umhverfi og ábyrgð

Nordic Souvenir AB byggir siðareglur um birgjanna á sáttmála Sameinuðu þjóðanna (UNCRC) og samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) um vinnuskilyrði og starfsréttindi. Þeim er ætlað að tryggja að framleiðsla minjagripanna sé unnin við góð vinnuskilyrði.

Staðsetning
Nordic Souvenir Iceland
Krókháls 6
110 Reykjavik
Iceland
Sími +354 527 0550
[email protected]

Hafa samband

Vefsíða gerð af: sbs.is