FORSÍÐA VIÐSKIPTAVINIR STEFNA UM OKKUR HAFA SAMBAND

UMHVERFI OG ÁBYRGÐ

Nordic Souvenir AB - hefur þróað siðareglur sem við krefjumst að allir okkar birgjar fylgi í einu og öllu. Þetta er byggt á stöðlum frá UNCR og ILO um starfsskilyrði og vinnuréttindi. Við höfum þessar siðareglur til þess að tryggja að minjagripir okkar séu framleiddir við bestu mögulegu aðstæður.

 

VIÐ SAMÞYKKJUM EKKI BARNAVINNU

Enginn starfsmaður má vera yngri en lágmarks atvinnualdur kveður á um í hverju landi. Þetta er í samræmi við ILO Ráðstefnur 138 og 182, og einnig í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
 

ÖRYGGI STARFSFÓLKS ER Í FORGANGI

Öryggi starfsfólks okkar er í forgangi. Við krefjumst þess að alltaf sé hægt að rýma húsnæðið á vinnutíma og að það eigi að vera vel merktir neyðarútgangar staðsettir á öllum hæðum.

Það eiga að vera rýmingaráætlanir og brunavarnir samkvæmt vinnureglum Brunaeftirlitsins. Byggingar og búnaður eiga ekki að vera ófullnægjandi, og vinnuveitandi verður að vinna að því að koma í veg fyrir slys og meiðsli.

 

VIÐ MUNUM HAFA STAÐBUNDIN UMHVERFISLEYFI

Fyrirtækið verður að hafa staðbundið umhverfisleyfi og því verður að vera fylgt eftir. Öll efni verða að fylgja ILO 170 um öryggisupplýsingar og viðeigandi merkingar og leiðbeiningar verða að vera staðsettar á viðeigandi tungumálum á hverjum stað fyrir sig. Skólp og spilliefni verða að minnsta kosti að mæta staðbundnum kröfuskilyrðum.
 

KJARASAMNINGAR ERU MIKILVÆGIR

Við virðum allan lögbundin rétt kjarasamninga. Við samþykkjum ekki að starfsfólki sé refsað eða mismunað með einum eða neinum hætti. Allir starfsmenn fá skriflegan starfssamning, þar sem starfsaðstæður eru sýndar, á tungumáli sem starfsmaðurinn skilur. 
 

VIÐ SAMÞYKKJUM ENGA MISNOTKUN

Við samþykkjum enga misnotkun eða einelti í garð starfsmanna okkar, hvort sem það er munnleg, líkamleg, andleg, eða kynferðisleg.

Engum starfsmanni skal vera mismunað í ráðningum og verkaskiptingu á grundvelli kynþáttar, þjóðerni, aldurs, kyns, kynhneigðar, kynþáttar, meðgöngu, trú, stjórnmálaskoðunar eða örorku.
 

ALLIR SKULU FÁ SÖMU MEÐFERÐ

Lausráðnir starfsmenn og verktakar skulu hafa sömu starfsskilmála og annað starfsfólk. Vinnuveitandi skal borga öll þóknunargjöld og önnur gjöld í tengslum við verktaka. Vinnuveitandi má ekki krefjast þess að starfsmaður leggi inn vegabréf/skilríki eða annað slíkt.
 

RÉTT LAUN MEÐ RÉTTUM BÓTUM

Lágmarkskröfur okkar er að greiða út lögbundin lágmarkslaun, eða laun samvæmt sameiginlegum/starfsgreinabundnum kjarasamingum. Lögbundin réttindi til launaðs orlofs, fæðingarorlofs og veikindaorlofs skal vera fylgt eftir.

Enginn óraunhæfur frádráttur má vera framkvæmdur. Launaseðlar skulu alltaf vera afhentir starfsmanni.

Venjulegur vinnutími og yfirvinna skal ekki vera meiri en lögbundið hámark. Yfirvinna skal alltaf vera valfrjáls og greitt sérstaklega fyrir hana.
Nordic Souvenir Ísland
Cuxhavengata 1
220 Hafnarfjörður
Tel. +354 5191717
info@nordicsouvenir.is
 
Við notum kökur til að bæta notagildi þessarar vefsíðu og gera hana meira viðeigandi fyrir þig. Nordic Souvenir AB áskilur sér rétt til allra texta, mynda og myndskeiða á þessari vefsíðu. Endurbirting er óheimil án sérstaks leyfis.