Viðskiptavinir okkar eru af öllum stærðum og gerðum í ýmsum atvinnugreinum. Algengt er að viðskiptavinir sýni okkur traust og versli við okkur ár eftir ár.
Við reynum alltaf að gera okkar besta til að hjálpa viðskiptavinum okkar að ná betri árangri. Liður í því er að hjálpa viðskiptavinum við að skipuleggja kaup og hagræða sendingum á sem bestan hátt.
Viðskiptavinurinn fær sinn eigin tengilið sem getur gefið hagnýt ráð um hvaða vörur henta fyrirtæki hans best.
Með því að hafa stóran lager getum við tryggt að viðskiptavinir okkar fái alltaf hraða afhendingu.
Við erum með okkar eigin hönnuð sem er í beinu sambandi við framleiðendur okkar. Þannig bjóðum við sérstaka framleiðslu fyrir hvern og einn viðskiptavin - eina takmörkunin er þitt eigið ímyndunarafl!
Við leggjum mikinn tíma og fjármagn í þróun á spennandi nýjum minjagripum. Það tryggir að viðskiptavinir geta boðið viðskiptavinum sínum nýjar spennandi vörur með reglulegu millibili.