FORSÍÐA VIÐSKIPTAVINIR STEFNA UM OKKUR HAFA SAMBAND
Yfir tvær milljónir eininga á lager
Lager & Höfuðstöðvar eru staðsettar
​í Jarpen í Svíþjóð

SAGAn OKKAR

 

Árið 1978 byrjaði Peter Zollner að vinna hjá fyrirtæki sem maður að nafni Allan Flink hafði stofnað árið 1939. Helstu vörur fyrirtækisins voru á þeim tíma ofin og saumuð merki af helstu kennileitum Svíþjóðar sem einnig voru notaðar til merkinar á fatnaði. Peter Zollner hafði þá strax áhuga á að hefja frekari þróun á minjagripum.

Eftir að hafa starfað hjá fyrirtækinu í sjö ár tókst Peter að kaupa félagið árið 1985 og breytti stefnu þess á þá leið að hér eftir myndi fyrirtækið einungis einbeita sér að framleiðslu og þróun á minjagripum.

Árið 1986 fór svo Peter í fyrstu kaupferð sína til Asíu og síðan þá hefur hann farið yfir 50 sinnum til hinna ýmsu landa í álfunni. Árið 2010 breytti fyrirtækið nafninu sínu í það sem það er kallað í dag, Nordic Souvenir.

Með því að byrja að kaupa beint frá verksmiðjunum gat Nordic Souvenir stytt biðtíma og byrjað að bjóða upp á breiðara vöruúrval en áður þekktist af minjagripum. Einnig gat félagið byrjað að búa til og þróa sérhannaðar vörur fyrir viðskiptavini sína og haldið stærri lager til að hraða á afhendingum sínum.

Í dag er Nordic Souvenir stærsti heildsali á sviði minjagripa í norður Evrópu, með um tíu þúsund mismundandi vörur og árlega veltu upp á 35 milljónir evra. Yfir 25 fullgildir starfsmenn tryggja þér gæði, þjónustu og stöðugleika. Markmið Nordic Souvenir mun alltaf vera að uppgötva spennandi nýja markaði og halda áfram að þróa nýjar og betri vörur fyrir viðskiptavini sína. 

OKKAR EIGIN hönnuður

Við höfum okkar eigin hönnuð og þannig býður Nordic Souvenir viðskiptavinum sínum upp á einstakar vörur sem skapa persónulegri stíl.

Þegar viðskiptavinur pantar vörur, getur hönnuður okkar, Marja Elverstig, bæði málað myndefni sem eru handunnin fyrir hverja sérstaka vöru og einnig en búið til prentunarfrumrit sem eru síðan prentuð á ýmsar vörur. Þannig geta fyrirtæki fengið faglega ráðgjöf og þjónustu til þess að hanna sinn eigin minjagrip. Marja þróar einnig vörur fyrir Nordic Souvenir sem eru seldar eru yfir alla Skandinavíu.

Nordic Souvenir Ísland
Cuxhavengata 1
220 Hafnarfjörður
Tel. +354 5191717
info@nordicsouvenir.is
 
Við notum kökur til að bæta notagildi þessarar vefsíðu og gera hana meira viðeigandi fyrir þig. Nordic Souvenir AB áskilur sér rétt til allra texta, mynda og myndskeiða á þessari vefsíðu. Endurbirting er óheimil án sérstaks leyfis.